Íslenska
4
Fyrst þegar brauðristin er notuð kann
hún að gefa frá sér skarpa lykt eða
lítils háttar reyk. Þetta er eðlilegt. Bæði
lyktin og reykurinn er meinlaus og
hverfur fljótlega.
Ef gaumljósið kviknar ekki og
brauðristin hitnar ekki þegar “O/I”
rofinn er settur á “I”:
Kannið hvort brauðristin sé í sambandi.
Ef svo er takið hana úr sambandi og
setjið svo aftur í samband. Hljóðmerki
heyrist ef straumur er á innstungunni.
Ef ekkert hljóðmerki heyrist kannið þá
rafmagnið, er öryggi sprungið eða
hefur lekaliði slegið út? Sjá upplýsingar
um þjónustu á bls. 18 ef ekki er hægt
að leysa málið.
Ef erfitt er að taka mylsnubakkann úr:
Ef handfangi bakkans er lyft læsist
hann inni í brauðristinni þannig að ekki
er hægt að taka hann úr. Dragið
bakkann alltaf út beint án þess að lyfta
handfanginu.
Ef gaumljósið við “O/I” rofann
blikkar:
Blikkandi gaumljós þýðir bilun í
rafeindakerfi. Takið brauðristina úr
sambandi og kannið upplýsingar um
þjónustu á bls. 10.
RAFMAGNSSPENNA
Volt: 220–240 Volt riðstraumur
Hertz: 50/60 Hz
ATHUGIÐ: Til að draga úr hættu á
raflosti á klóin að passa í innstunguna
á aðeins einn veg. Ef klóin passar ekki
á að hafa samband við rafvirkja.
Breytið ekki klónni á neinn hátt.
Notið ekki framlengingarsnúru. Látið
rafvirkja koma fyrir innstungu nálægt
tækinu ef snúran er of stutt.
BILANAGREINING
VIDVÖRUN
Hætta á raflosti
Ekki má fjarlægja jarðtengingu
klóarinnar.
Notið ekki millistykki.
Notið ekki framlengingarsnúru.
Ef þessum leiðbeiningum er ekki
fylgt getur það valdið dauða,
eldsvoða eða raflosti.