KitchenAid 5KSM150PS Mixer User Manual


 
1
Íslenska
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI
Við notkun rafmagnstækja á alltaf að gera
grundvallar varúðarráðstafanir þ.á.m.
eftirfarandi:
1. Lesið allar leiðbeiningar.
2. Aldrei má setja hrærivélina í vatn eða
annan vökva því það getur valdið
raflosti.
3. Börn mega ekki nota tækið án eftirlits.
4. Takið hrærivélina alltaf úr sambandi
þegar hún er ekki í notkun, þegar
aukahlutir eru settir á eða teknir af
henni og áður en hún er hreinsuð.
5. Forðist að snerta hluti sem hreyfast.
Til að koma í veg fyrir slys eða
skemmdir á vélinni á að halda
höndum, hári og fatnaði, sem og
sleifum og öðrum áhöldum, frá
hræraranum þegar vélin er í gangi.
6. Notið ekki hrærivélina ef snúran
eða innstungan eru skemmd, eftir
að vélin bilar eða hún hefur dottið
eða skemmst á einhvern hátt. Látið
viðurkenndan þjónustuaðila yfirfara
vélina áður en hún er aftur tekin í
notkun.
7. Notkun aukabúnaðar sem KitchenAid
hvorki mælir með né selur getur
valdið eldsvoða, raflosti eða slysi.
8. Notið hrærivélina ekki utanhúss.
9. Látið snúruna ekki hanga yfir
borðkant.
10. Takið hrærarann, þeytarann eða
deigkrókinn af vélinni fyrir hreinsun.
11. Tækið er einungis ætlað til
heimilisnota.
Öryggi þitt og annarra er mjög mikilvægt.
Í þessum bæklingi og á vélinni eru margar mikilvægar öryggisleiðbeiningar. Lesið
þessar leiðbeiningar og farið eftir þeim.
Þetta er viðvörunartákn.
Táknið merkir að hætta geti verið á ferðum.
Allar öryggisleiðbeiningar innihalda þetta tákn og annaðhvort orðið
“HÆTTA” eða “VIÐVÖRUN.” Þau þýða:
Ef ekki er farið samstundis eftir
leiðbeiningunum getur það valdið
alvarlegu slysi eða dauða.
Ef ekki er farið eftir leiðbeiningunum getur
það valdið alvarlegu slysi eða dauða.
Í öllum öryggisleiðbeiningum kemur fram hvers konar hætta geti verið á ferðum,
hvernig hægt sé að draga úr henni og hvað geti gerst ef ekki er farið eftir
leiðbeiningunum.
HÆTTA
VIDVÖRUN
GEYMIÐ LEIÐBEININGARNAR
Öryggi hrærivélarinnar