Vita-Mix 101807 Blender User Manual


 
29
UMHIRÐA & HREINSUN
Undirstaða mótors/stjórnborð
1. Taktu rafmagnssnúruna úr sambandi.
2. Þvoðu ytra yfirborðið með rökum, mjúkum baðmullarklút vættum í mildri lausn af
volgu vatni* og hreinsiefni án svarfefna, eða úðahreinsi án svarfefna. ALDREI
KAFFÆRA UNDIRSTÖÐU MÓTORSINS Í VATNI EÐA ÖÐRUM VÖKVA.
3. Fyrir gerðir með rafeindastýringum: Gættu þess rispa ekki eða skrúbba
skjágluggann á stjórnborðinu. Notaðu mjúkan klút til þurrka stjórnborðssvæðið
hreint. Skjágluggasvæðið rispast þegar hreinsisvampur eða beittur hlutur kemst í
snertingu við það.
4. Fyrir gerðir með rofum: Hreinsaðu rofana vandlega svo þeir hreyfist frjálslega.
Þeir geta orðið klístraðir. Notaðu blautan klút, vættan í vatni* og mildu hreinsiefni,
til hreinsa meðfram brúnum rofaspaðanna þar til þeir virka frjálslega. Hreyfðu
rofana fram og aftur nokkrum sinnum til losa allar þurrar leifar undir rofanum.
Ef rofarnir eru skildir eftir klístraðir skemmast þeir eða brenna yfir. Hreinsaðu varlega
og sýndu varkárni svo hvorki vatn eða aðrir vökvar komist inn í rofann.
5. Þurrkaðu með mjúkum baðmullarklút.
* Gættu þess vinda umframvatn úr klútnum eða svampinum þegar hreinsað er
í kringum stjórntæki eða einhverja rafmagnshluta.
Lok
Taktu sundur lokið og tappann (aðeins tvískipt lok). Þvoðu í volgu sápuvatni. Skolaðu
af undir rennandi vatni og þurrkaðu. Settu aftur saman fyrir notkun.
Kanna
Fyrir hámarkslíftíma könnu skal EKKI þvo hana í uppþvottavél.
1. HREINSUN: Fylltu könnuna 1/4 af volgu (110°F/43°C) vatni og bættu út í
nokkrum dropum af fljótandi þvottaefni fyrir uppþvottavélar.** Settu könnuna aftur
á undirstöðu mótors og settu tvískipta lokið vandlega á. Láttu vélina ganga í 30
sekúndur. Tæmdu könnuna. Endurtaktu þetta skref.
2. SKOLUN: Fylltu könnuna 3/4 af volgu (110°F/43°C) vatni EKKI setja sápu.
Settu könnuna aftur á undirstöðu mótorsins og settu tvískipta lokið vandlega á.
Láttu vélina ganga í 30 sekúndur. Tæmdu könnuna.
3. Ef einhverjar fastar leifar eru eftir skal fjarlægja hreyfisamstæðu blaðsins og þvo alla
hluta könnunar í volgu sápuvatni. Skolaðu og láttu renna af hlutunum. Settu aftur
saman fyrir næsta skref. EKKI rennbleyta hreyfisamstæðu blaðsins.
4. SÓTTHREINSUN: Ef allar fastar leifar eru farnar eftir skref 2 eða þegar 3. skrefi er
lokið skal fylla könnuna að 3/4 með sótthreinsunarblöndu.*** Settu könnuna aftur
á undirstöðu mótors og settu tvískipta lokið vandlega á. Láttu vélina ganga á
MIKLUM hraða í 30 sekúndur. Slökktu á vélinni og leyfðu blöndunni standa í
könnunni í 1-1/2 mínútur í viðbót. Helltu úr klórblöndunni.
5. Settu könnuna aftur á undirstöðu mótorsins og láttu vélina ganga tóma í 5
sekúndur í viðbót. EKKI skola eftir sótthreinsun. Leyfðu könnunni að þorna sjálfri.
** Til að lengja líftíma könnu mæla Vita-Mix með notaðar séu sápur með lágu
Ph-gildi. Ekki er mælt með þvotti í uppþvottavél.
*** Ráðlögð sótthreinsunarlausn: 1,5 tesk. / 7,4 ml iðnaðar- eða heimilisklór í 2 qt.
/ 2,0 lítra vatn.
Kanna Vélar
64 oz. / 2,0 lítr. PBS, Touch and Go Blending Station, Blending Station Advance,
BarBoss Advance, BarBoss, Drink Machine Advance, Drink Machine
Two-Step, Drink MachineTwo-Speed,Vita-Prep 3,Vita-Prep,Vita-Pro
48 oz. / 1,4 lítr. Touch and Go Blending Station, Blending Station Advance, BarBoss
Advance, BarBoss, Drink Machine Advance, Drink Machine
Two-Step, Drink MachineTwo-Speed,Vita-Prep 3,Vita-Prep,Vita-Pro
Kanna Vélar
32 oz. / 0,9 lítr. BarBoss Advance, BarBoss, Drink Machine Advance, Drink
Machine Two-Step, Drink Machine Two-Speed, Vita-Prep 3,
Vita-Prep, Vita-Pro
32 oz. / 0,9 lítr. XP T&G 2 Blending Station, BarBoss Advance, Drink Machine
Advance
48 oz. / 1,4 lítr. XP PBS Advance, Blending Station Advance
Klakafata Skammtablöndunarkerfis
(PBS)
1. Taktu rafmagnssnúruna úr sambandi.
2. HREINSUN: Tæmdu þann klaka sem eftir er úr fyrir hreinsun. Notaðu ísausu til
fjarlægja eins mikinn klaka og mögulegt er fyrir ofan klakahilluna.
3. Taktu klakahilluna úr og þvoðu hana í hreinsilausn. Skolaðu af undir rennandi
vatni og þurrkaðu.
4. Fylltu hreina blandarakönnu með 5 bollum / 1,2 lítrum af hreinsilausn.
5. Með klakarennu, skvettuvörn og klakahillu fjarlægð skaltu hell varlega
hreinsilausninni í klakafötuna með hringhreyfingu, eins nálægt og eins hátt uppi á
innri hliðinni og mögulegt er, án þess skvetta lausn á eininguna utanverða.
ATHUGASEMD: Hluti af hreinsilausninni rennur út um blaðsvæðið og upp fyrir og
á bak við könnuþófann. Þetta er eðlilegt.
6. Settu könnuna samstundis á könnuþófann og settu klakafötulokið aftur ofan á
klakafötuna. Ýttu á og haltu hefilhnappinum í 30 sekúndur til láta hefilinn
ganga og dreifa hreinsilausninni meðan hreinsivökvinn er enn í klakafötunni.
7. Slepptu hefilhnappinum og leyfðu hreinsilausninni að renna niður úr klakafötunni.
8. Notaðu mjúkan klút vættan í hreinsilausn og þurrkaðu með hendinni eins mikið af
klakafötunni og heflinum og mögulegt er. Auðsýndu varúð þegar þú þurrkar
nálægt hefilblaðinu.
9. Endurtaktu skref 4-8 aftur með hreinsilausn.
10. SKOLUN: Endurtaktu skref 4-8 tvisvar með hreinu vatni.
11. SÓTTHREINSUN: Endurtaktu skref 4-8 tvisvar með sótthreinsunarlausn. Ráðlögð
sótthreinsunarlausn er 1,5 tesk. / 7,4 ml iðnaðar- eða heimilisklór í 2 qts. / 2,0 lítra
vatns.
12. EKKI skola eða þurrka innra borð klakafötunnar eftir sótthreinsun. Leyfðu
klakafötunni að þorna af sjálfu sér með lokið af.
13. Taktu lokið af og þvoðu það í hreinsilausn. Skolaðu af undir rennandi vatni og
þurrkaðu.
MIKILVÆG MINNISATRIÐI!
HREINSUNARVÖRUR: EKKI nota hreinsiefni með svarfefni eða óblandaðan klór við
hreinsun. EKKI nota nein hreinsiefni sem innihalda kvarternær sótthreinsunarefni eða
pólýkarbónat-þætti. EKKI neinar af eftirfarandi hreinsunarvörum: þvottaefni fyrir
uppþvottavélar, ofnahreinsa, stálull eða aðra þófa með svarfefni.
BLAÐ SAMSTÆÐA: EKKI rennbleyta hreyfisamstæðu blaðsins.
SAMHÆFNI KÖNNU