KitchenAid 5KFPM770 Food Processor User Manual


 
Íslenska
10
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
Samsetning og notkun
eggjaþeytara
Með eggjaþeytaranum er hægt að
þeyta eggjahvítur eða rjóma til að gera
tertuskreytingar eða mjúkan marens.
Best er að þeyta a.m.k. 240 ml
(125 g/ 1 bolla) af rjóma eða 3
eggjahvítur í einu. Sé minna magn
þeytt í einu er ekki víst að efnið þeytist
nægilega vel.
Samsetning:
Eggjaþeytarinn er í 4 hlutum – stöng,
hlíf á stöngina, þeytispaðinn og lok.
1. Setjið stöng eggjaþeytarans á
snúningsásinn. Snúið stönginni hægt
þar til hún fellur alveg ofan á ásinn.
2. Stillið L-laga raufina á þeytispaðanum
á móts við litla hakið í hlífinni og
rennið spaðanum á hlífina. Snúið til
að læsa spaðanum.
3. Setjið hlífina og spaðann yfir
stöngina. Þrýstið niður svo hökin
á stönginni falli í raufarnar á
spaðanum.
4. Setjið lokið yfir stöngina. Þrýstið
niður til að læsa því föstu.
5. Setjið hlífina á vinnsluskálina með
ílagsopið aðeins til vinstri við
handfangið. Passið að pinninn í
miðju eggjaþeytarans falli í gatið
í miðju hlífarinnar. Takið um
ílagsopið og snúið hlífinni til hægri
til að læsa henni í réttar skorður.
Stingið troðaranum í ílagsopið.
Eggjaþeytarinn er nú tilbúinn til
notkunar.
6. Styðjið á „I“ (kveikt) hnappinn og
þeytið innihaldið að vild. Styðjið
á „O“ (slökkt) hnappinn þegar
innihaldið er tilbúið.
Að taka í sundur:
1. Takið vélina úr sambandi. Takið
hlífina af vinnsluskálinni með því að
snúa henni til hægri.
2. Lyftið eggjaþeytaranum í heilu lagi
af snúningsásnum. Losið þeytt
innihaldið úr vinnsluskálinni.
3. Takið lokið af eggjaþeytaranum.
Þrýstið pinnanum á stönginni niður
til að losa stöngina frá hlífinni. Snúið
þeytispaðanum til að losa hann og
rennið spaðanum af hlífinni.
Samsetning og notkun
sítrónupressu
1. Komið vinnsluskálinni fyrir á vélinni
og læsið henni fastri.
2. Setjið sigtið í vinnsluskálina með
klemmuna til vinstri við handfangið á
skálinni.
3. Snúið sigtinu til vinstri þar til
klemman læsist við handfangið.
Lok
Stöng
Þeytispaði
Hlíf á
stöngina