KitchenAid 5KFPM770 Food Processor User Manual


 
Íslenska
18
Góð ráð við matvinnslu
Til að rífa harðan ost eins og
Parmesan og Pecorino:
Reynið aldrei að vinna ost sem er svo
harður að ekki er hægt að stinga í
hann með beittum hníf. Hægt er að
nota fjölnota blaðið til að rífa harðan
ost. Skerið ostinn í 2,5 cm bita. Setjið í
vinnsluskálina. Vinnið með því að styðja
stutt í einu á „Pulse“ hnappinn, þar
til osturinn hefur verið grófhakkaður.
Vinnið samfellt þar til allt er orðið
fínrifið. Einnig má bæta við ostbitum
gegnum litla ílagsopið á meðan vélin er
að vinna.
NOTKUN SNEIÐ- OG
RIFDISKA
ATHUGIÐ: Þegar matvælum
er raðað niður um víða
ílagsopið skal gæta þess
að fylla ekki upp fyrir strikið sem sýnir
hámarksmagn. Þannig getur troðarinn
virkjað öryggiskerfið og vélin farið í
gang.
Til að skera fína strimla eða stöngla
úr grænmeti og ávöxtum:
Skerið matvælin þannig
að þau komist lárétt í
ílagsopið. Setjið matvælin
lárétt í ílagsopið. Vinnið
með því að nota jafnan
þrýsting og búið til ílangar
sneiðar. Endurraðið
sneiðunum og raðið lárétt
eða lóðrétt í ílagsopið.
Vinnið með því að nota jafnan þrýsting.
Til að sneiða eða rífa ílanga og
frekar mjóa ávexti og grænmeti,
svo sem sellerí, gulrætur og
bananar:
Skerið matvælin þannig
að þau passi lárétt eða
lóðrétt í ílagsopið og
fyllið opið vel þannig að
matvælin haldist kyrr.
Vinnið með því að nota
jafnan þrýsting. Einnig
má nota litla troðarann
í tvískipta troðaranum. Setjið matvælin
lóðrétt í opið og notið litla troðarann til
að vinna hann.
Til að sneiða eða rífa kringlótta
ávexti og grænmeti, svo sem lauk,
epli og paprikur:
Afhýðið, kjarnhreinsið og/eða fjarlægið
fræ. Skerið í 2 eða 4 hluta svo allt
komist vel um ílagsopið. Setjið í
ílagsopið. Vinnið með því að nota jafnan
þrýsting.
Til að sneiða eða rífa smáa ávexti
og grænmeti, svo sem jarðarber,
sveppi og radísur:
Setjið matvælin í lóðréttum eða láréttum
lögum í ílagsopið. Fyllið opið svo
matvælin haldist kyrr en fyllið þó ekki
uppfyrir merkið um hámarksmagn.
Vinnið með því að nota jafnan þrýsting.
Einnig má nota litla troðarann í tvískipta
troðaranum. Setjið matvælin lóðrétt í
opið og notið litla troðarann til að vinna
þau.
Til að rífa spínat og önnur
salatblöð:
Raðið blöðunum
saman, rúllið
þeim upp og
látið þau standa
upp á endann
í ílagsopinu.
Vinnið með því
að nota jafnan
þrýsting.