Íslenska
17
Góð ráð við matvinnslu
NOTKUN FJÖLNOTA
BLAÐSINS
Til að saxa ferska ávexti eða
grænmeti:
Afhýðið, kjarnhreinsið og/eða fjarlægið
fræ. Skerið matvælin í bita 2,5 til 4 cm
að stærð. Vinnið matvælin í æskilega
stærð með því að styðja á „Pulse“
hnappinn, í 1 til 2 sekúndur í einu.
Skafið hliðar skálarinnar ef þurfa þykir.
Til að mauka soðna ávexti og
grænmeti (annað en kartöflur):
Bætið við 60 ml (¼ bolla) af vökva
úr uppskriftinni fyrir hvern bolla af
matvælum. Vinnið matvælin í stuttum
lotum þar til allt er orðið fínhakkað.
Vinnið síðan samfellt þar til æskilegri
áferð er náð. Skafið hliðar skálarinnar ef
þurfa þykir.
Til að útbúa kartöflustöppu:
Setjið kokkaskálina í vinnsluskálina.
Notið rifdisk og rífið niður heitar,
soðnar kartöflur. Fjarlægið kokkaskálina
með kartöflunum. Setjið fjölnota blaðið
í vinnsluskálina og bætið þar í rifnum
kartöflunum, mjúku smjöri, mjólk og
kryddi. Styðjið á „Pulse“ hnappinn 3
til 4 sinnum, 2 til 3 sekúndur í einu,
þar til mjólkin hefur hrærst vel saman
við og áferðin er slétt. Gætið þess að
ofvinna ekki.
Til að saxa þurrkaða (eða klístraða)
ávexti:
Matvælin ættu að vera köld. Bætið við
30 gr (¼ bolla) af hveiti úr uppskriftinni
fyrir hver 60 gr (½ bolla) af þurrkuðum
ávöxtum. Vinnið ávextina með því að
styðja stutt í einu á „Pulse“ hnappinn,
þar til réttri áferð er náð.
Til að fínsaxa sítrónubörk:
Flysjið litaða hlutann (án hvítu
himnunnar) með beittum hníf utan af
sítrónunni. Skerið börkinn í litla strimla.
Vinnið þar til hann er fínsaxaður.
Til að hakka hvítlauk eða saxa
ferskar kryddjurtir eða lítið magn
grænmetis:
Hafið vélina í gangi og setjið matvælin
niður um ílagsopið. Vinnið þar til allt
er hakkað. Bestur árangur fæst ef
vinnsluskálin og kryddjurtirnar eru vel
þurrar áður en byrjað er að vinna.
Til að saxa hnetur eða búa til
hnetusmjör:
Vinnið allt að 375 gr (3 bolla) af
hnetum í æskilega áferð með því að
styðja stutt í einu á „Pulse“ hnappinn,
1 til 2 sekúndur í einu. Til að fá grófari
áferð: vinnið minni skammta í einu,
styðjið á „Pulse“ hnappinn 1 til 2
sinnum, 1 til 2 sekúndur í einu. Styðjið
oftar á „Pulse“ hnappinn til að fá fínni
áferð. Til að búa til hnetusmjör skal
vinna samfellt þar til sléttri áferð er náð.
Geymið í kæli.
Til að hakka soðið eða hrátt kjöt,
fuglakjöt eða sjávarrétti:
Matvælin ættu að vera vel kæld. Skerið
í 2,5 cm bita. Vinnið allt að 450 gr
í æskilega stærð með því að styðja
stutt í einu á „Pulse“ hnappinn, 1 til 2
sekúndur í einu. Skafið hliðar skálarinnar
ef þurfa þykir.
Til að gera brauð-, köku- eða
kexmylsnu:
Brjótið matvælin í 4 til 5 cm stykki.
Vinnið þar til fínni áferð er náð. Ef
notuð eru stærri stykki skal styðja 2 til
3 sinnum á „Pulse“ hnappinn, 1 til 2
sekúndur í einu. Vinnið síðan þar til
fínni áferð er náð.
Til að bræða súkkulaði í uppskrift:
Setjið súkkulaði og sykur úr
uppskriftinni saman í vinnsluskálina.
Vinnið þar til allt er fínhakkað. Hitið
vökvann úr uppskriftinni. Hafið vélina í
gangi og hellið heitum vökvanum niður
um ílagsopið. Vinnið þar til sléttri áferð
er náð.