Íslenska
26
Baka með ferskum ávöxtum
Botn
125 gr (1 bolli) hveiti
2 teskeiðar sykur
1
⁄4 teskeið salt
30 gr (¼ bolli) kalt
smjör, skorið í 2,5
cm stykki
1 matskeið kalt smjör
eða smjörlíki
1 eggjarauða
2 matskeiðar ískalt
vatn
1 teskeið sítrónusafi
1 egg, hrært með
1 matskeið af vatni
Fylling
30 gr (¼ bolli) sykur
1 matskeið maísmjöl
1
⁄8 teskeið salt
180 ml (¾ bolli)
rjómabland
2 eggjarauður, þeyttar
1
⁄2 teskeið vanilludropar
Skreyting
1 meðalstór ferskja,
afhýdd, skorin
til helminga og
steinninn fjarlægður
125 gr (1 bolli) fersk
jarðarber, hreinsuð
2 matskeiðar
eplahlaup, brætt
Setjið fjölnota blaðið í vinnsluskálina. Setjið hveiti,
sykur og salt út í. Vinnið þar til blandað, um 2
sekúndur. Bætið við smjöri eða smjörlíki. Styðjið á
„Pulse“ hnappinn 3 til 4 sinnum, 2 til 3 sekúndur í
einu, eða þar til orðið að mylsnu. Hrærið í lítilli skál
1 eggjarauðu, 2 matskeiðar af vatni og sítrónusafa.
Dreifið jafnt yfir hveitihræruna. Styðjið á „Pulse“
hnappinn 2 til 4 sinnum, 2 til 3 sekúndur í einu,
eða þar til blandan festist saman og sleppir hliðum
skálarinnar. Takið deigið til hliðar, breiðið yfir það og
kælið í ½ klst.
Hitið á meðan í potti yfir meðalhita sykur, maíssterkju
og salt. Bætið í rjómablandi og 2 eggjarauðum. Sjóðið
og hrærið þar til mjög þykkt. Takið af hitanum. Bætið
við vanilludropum. Þeytið þar til slétt. Kælið vel.
Setjið deigið á hveitistráðan flöt. Fletjið út kringlótta
köku þannig að hún nái 5 cm út fyrir 25 cm bökuform
Setjið í bökuformið, gætið þess að teygja ekki á
deiginu. Snyrtið kantana á skelinni. Pikkið deigskelina
vel með gaffli. Bakið við 200°C í 8 til 12 mínútur, eða
þar til ljósgullið á lit. Penslið með blöndu af eggi og
vatni til að loka götum. Bakið 1 mínútu til viðbótar til
að festa eggið. Kælið vel.
Þvoið matvinnsluvélina. Setjið 2 mm sneiðdiskinn í
vinnsluskálina. Setjið ferskjuna út í. Sneiðið. Losið úr
skálinni og setjið til hliðar. Setjið jarðarber í skálina.
Sneiðið.
Setjið fyllinguna í deigskelina. Raðið sneiddum
ávöxtunum ofan á fyllinguna. Penslið varlega með
bræddu hlaupi og hyljið ávextina alveg. Geymið í kæli
minnst 1 klst. áður en kakan er borin fram.
Magn: 8 skammtar.
Ábending: Tertan bragðast best daginn sem hún er
búin til.
Orka í hverjum skammti: um 230 hitaeiningar.