Íslenska
25
Kjúklinga-satay með jarðhnetusósu
Kjúklingur
2 hvítlauksrif
1 teskeið grófhökkuð
engiferrót
60 ml (¼ bolli) sojasósa
2 matskeiðar hnetu-
eða jurtaolía
2 teskeiðar púðursykur
455 - 570 gr meyrar
kjúklingabringur
Sósa
80 ml (¹⁄
³
bolli)
kókosmjólk
30 g (¼ bolli)
hnetusmjör
2 matskeiðar sojasósa
1
⁄2 teskeið rautt
karrýmauk
Setjið fjölnota blaðið í vinnsluskálina. Hafið vélina í
gangi og látið hvítlauk og engiferrót gegnum litla
ílagsopið. Vinnið þar til saxað, í 5 til 10 sekúndur.
Bætið við sojasósu, olíu og púðursykri. Vinnið þar
til allt er blandað og sykurinn leystur upp, 15 til 20
sekúndur. Hellið í plastskál eða grunnt fat.
Setjið kjúklinginn út í og þekið hann með
marineringunni. Marinerið í 1⁄2 klst. við stofuhita
eða a.m.k. 2 klst. í kæli. Takið kjúklinginn upp úr
marineringunni og geymið hana.
Þræðið kjúklinginn upp á trépinna sem hafa legið í
vatni eða olíuborna málmpinna. Grillið á meðalheitu
grilli 10 til 15 cm frá hitanum eða steikið á olíuborinni
pönnu í 8 til 10 mínútur, eða þar til gegnsteikt, snúið
kjötinu einu sinni. Penslið ef til vill með afgangnum
af marineringunni einu sinni á eldunartímanum. Berið
jarðhnetusósuna fram með kjötinu heita eða við
stofuhita.
Setjið fjölnota blaðið í vinnsluskálina. Setjið öll efnin í
skálina. Vinnið þar til vel hrært, 5 til 10 sekúndur.
Magn: 4 skammtar.
Orka í hverjum skammti: um 290 hitaeiningar.